Erlent

Kláraði heimsendingu á pizzu þrátt fyrir að hafa verið stunginn

Birgir Olgeirsson skrifar
Pizzusendillinn John Lewis sem færi eflaust nafnbótina starfsmaður ársins.
Pizzusendillinn John Lewis sem færi eflaust nafnbótina starfsmaður ársins.
Pizzusendill í Louisville í Bandaríkjunum kláraði heimsendingu á pizzu síðastliðinn sunnudag þrátt fyrir að hafa verið rændur og stunginn.

Hinn 25 ára gamli Josh Lewis var á leiðinni með sendingu frá Spinelli´s til bráðamóttökunnar á Norton-sjúkrahúsinu á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudags. Þegar Lewis steig út úr bílnum veittist að honum manneskja sem stakk hann í bakið og ók í burtu á sendibílnum.

Lewis náði að skrölta inn á sjúkrahúsið með pizzuna í höndinni áður en hann hneig niður.

„Ég á enn bágt með að trúa því að hann hafi gengið inn á bráðamóttökuna og sagt: Hæ, Ég er með pizzu fyrir ykkur frá Spinelli´s“ áður en hann hneig niður,“ sagði Willow Rouben, yfirmaður Lewis hjá Spinelli´s.

Lewis er sagður ná fullum bata en hinn grunaði er sagður þeldökkur karlmaður á fimmtugsaldri og er eftirlýstur af lögreglu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×