Erlent

Íbúar Aleppo sagðir upplifa gífurlegar þjáningar

Samúel Karl Ólason skrifar
Mannréttindasamtökin biðla til uppreisnarhópa og stjórnarhermanna að hætta vísvitandi árásum á saklausa borgara.
Mannréttindasamtökin biðla til uppreisnarhópa og stjórnarhermanna að hætta vísvitandi árásum á saklausa borgara. Vísir/EPA
Íbúar borgarinnar Aleppo í Sýrlandi eru sagðir hafa upplifað gífurlega þjáningar og að stríðandi fylkingar í landinu brjóti grimmilega á mannréttindum þeirra. Rannsókn Amnesty International hefur leitt í ljós að stríðsglæpir stjórnvalda séu svo algengir og kerfisbundnir að í raun séu þeir glæpir gegn mannkyninu.

Mannréttindasamtökin biðla til uppreisnarhópa og stjórnarhermanna að hætta vísvitandi árásum á saklausa borgara.

Stjórnarherinn hefur sett aukinn kraft í loftárásir á borgina síðustu vikur til að bregðast við sókn uppreisnarmanna. Meðal þess sem stjórnarherinn er sagður hafa notað til loftárása eru svokallaðar tunnusprengjur. Útskýringu BBC á tunnusprengjum má sjá hér að neðan.

Al-Assad forseti Sýrland þvertekur fyrir að slík vopn hafi verið notuð af sínum mönnum. Amnesty segir hins vegar í skýrslu sinni að svo sé. Að minnsta kosti tíu, þar á meðal fjögur börn, létust á sunnudag þegar ein slík féll á barnaheimili í borginni. Amnesty fullyrðir að á meðal skotmarka síðustu vikna hafi verið almenningsmarkaðir, samgöngumiðstöðvar, moskur, skólar og spítalar.

Á vef BBC kemur fram að rannsóknin hafi leitt í ljós að flugvélar og þyrlur stjórnarhersins hafi gert markvissar loftárásir gegn uppreisnarmönnum í Aleppo frá janúar 2014 til mars 2015. Að þeir hafi fyllt olíutunnur, eldsneytistanka og slíkt með sprengiefnum og sprengiflísum og varpað þeim á borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×