Erlent

Hægt að greina krabbamein í eggjastokkum mun fyrr en áður

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hægt að greina krabbamein í eggjastokkum mun fyrr en áður
Hægt að greina krabbamein í eggjastokkum mun fyrr en áður vísir/getty
Með blóðprufum er hægt að greina krabbamein í eggjastokkum með mun skjótari hætti en áður. Ný bresk rannsókn hefur leitt í ljós að með þessari nýju aðferð er hægt að greina meinið, sem oft greinist seint og illa, í um 86 prósent tilvika. Þetta kemur fram á vef BBC.

Um er að ræða viðamikla rannsókn sem 46 þúsund konur tóku þátt í og staðið hefur yfir í um fjórtán ár. Bundnar eru miklar vonir við aðferðina og gert er ráð fyrir að allar breskar konur muni innan tíðar láta skoða sig með þessum hætti. Vonast er til að dauðsföll muni fækka til muna með þessari nýju aðferð.

Alls greinast 7.100 konur í Bretlandi með krabbamein í eggjastokkum á ári hverju og deyja um 4.200 af völdum meinsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×