Erlent

Karl Bretaprins hittir leiðtoga Sinn Féin

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn mun eiga sér stað í Galway.
Fundurinn mun eiga sér stað í Galway. Vísir/AFP
Karl Bretaprins hitta leiðtoga Sinn Féin, sem áður var stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins IRA, í fjögurra daga heimsókn sinni til Írlands sem nú stendur yfir.

Í frétt Guardian segir að prinsinn og Gerry Adams munu báðir sækja viðburð við háskólann í Galway síðar í dag en þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast.

Fundurinn mun eiga sér stað í Galway á vesturströnd Írlands, ekki langt frá þeim stað sem Lord Mountbatten, frændi Karls, var myrtur af liðsmönnum IRA árið 1979.

IRA lagði niður vopn á Írlandi árið 2005, en Sinn Féin nýtur mikils stuðnings bæði á Írlandi og Norður-Írlandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×