Erlent

Grikkir telja sig nálægt samkomulagi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Í samtali við gríska fjölmiðla í gærkvöldi sagði Yanis Varoufakis að samningar gætu náðst í þessari viku.
Í samtali við gríska fjölmiðla í gærkvöldi sagði Yanis Varoufakis að samningar gætu náðst í þessari viku. Vísir/EPA
Gríski fjármálaráðherrann Yanis Varoufakis er bjartsýnn á að samkomulag við lánadrottna gríska ríkisins sé á næsta leiti. Í samtali við gríska fjölmiðla í gærkvöldi sagði hann að samningar gætu náðst í þessari viku.

Alexis Tsipras, forsætisráðherra landsins, hefur einnig sagt að ríkið sé nálægt samningum sem eru góðir fyrir bæði ríkissjóð og lánadrottna.

Sömu bjartsýni var hins vegar ekki að lesa úr orðum Pierre Moscovici, efnahagsstjóri Evrópusambandsins, sem sagði við fjölmiðla stuttu áður að ekki væri útlit fyrir að samningar væru að nást.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×