Erlent

Tugir látnir eftir aurskriðu í Kólumbíu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mikið vatnsveður hefur verið á svæðinu síðustu daga.
Mikið vatnsveður hefur verið á svæðinu síðustu daga. Vísir/AFP
Minnst 61 er látinn eftir að aurskriða féll í Salgar í norðvesturhluta Kólumbíu í nótt. 37 eru einnig slasaðir. Aur og vatn flæddu yfir og skemmdu heimili fólks á svæðinu.

Um 17 þúsund íbúar búa í sveitarfélaginu sem samanstendur af fjórum mismunandi bæjum.

Forseti landsins, Juan Manuel Santos, og varaforsetinn Alvaro Uribe hafa báðir heimsótt bæina þar sem aurskriðan féll. bærinn er án vatns, rafmagns og gas. Mikið vatnsveður hefur verið á svæðinu undanfarið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×