Erlent

Hús í ítölskum þorpum til sölu á eina evru

Atli Ísleifsson skrifar
Gætir þú hugsað þér að búa hér?
Gætir þú hugsað þér að búa hér? Mynd/Grotte della Civita
Bæjaryfirböld í þremur ítölskum þorpum hafa ákveðið að setja fjölda yfirgefinna húsa á sölu fyrir einugis eina evru. Bæirnir hafa þurft að fást við brottflutning á síðustu árum og vilja með þessu fá til sín nýja íbúa.

Bæirnir sem um ræðir eru Gangi, um klukkutíma bílferð suður af sikileysku borginni Cefalu þar sem tuttugu hús eru í boði, Carrega Ligure, um fimmtíu kílómetrum frá Genóa og Lecce nei Marsi, tveimur tímum suður af höfuðborginni Róm.

Bæirnir bjóða upp á hús, meðal annars með útsýni yfir eldfjallinu Etnu og fallegu skóglendi.

Húsin sem um ræðir eru þó mörg illa farin og með kaupunum fylgir skuldbinding um að nýir eigendur geri upp húsin fyrir minnst þrjár milljónir króna. Þar að auki þarf að greiða 600 þúsund króna tryggingu sem fæst endurgreidd þegar flutt er inn.

Í frétt Daily Mail segir að bæjarstjórar vonist til að einhverjir sjái sér hag í að flytja til bæjanna og hefja þar nýtt líf. Fleiri myndir af húsunum og þorpunum má sjá í frétt Daily Mail.

Mynd/Gregorymacera



Fleiri fréttir

Sjá meira


×