Erlent

Jaðaríþróttamaðurinn Dean Potter látinn

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveir base-stökkvarar létust í Yosemite þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.
Tveir base-stökkvarar létust í Yosemite þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Vísir/AFP
Tveir base-stökkvarar létust þegar þeir stukku í Yosemite þjóðgarðinum í Bandaríkjunum um helgina. Annar þeirra var Dean Potter, 43 ára, frumkvöðull í jaðaríþróttum. Potter og félagi hans Graham Hunt, 29 ára, stukku á laugardag úr 2.300 metra hæð af Taft Point klettinum í þjóðgarðinum.

Vinur þeirra óskaði eftir aðstoð björgunarsveita á laugardagskvöld þegar tvímenningarnir höfðu ekki skilað sér til baka úr stökkinu. Lík þeirra fundust ekki fyrr en á sunnudagsmorgun en þyrla var notuð við leitina. Að sögn yfirvalda virðist sem hvorugur mannanna hafi opnað fallhlíf sína í stökkinu.

Base-stökk, sem eru fallhlífarstökk úr kyrrstöðu, oftast af klettum eða háum byggingum, eru ólögleg í þjóðgarðinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×