Erlent

Segjast hafa fangað rússneska sérsveitarmenn í Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirvöld í Moskvu hafa ávalt neitað því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og menn.
Yfirvöld í Moskvu hafa ávalt neitað því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og menn. Vísir/AFP
Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa handsamað tvo yfirmenn í rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Þeir eru sagðir hafa starfað með aðskilnaðarsinnum og voru fangaðir af sjálfboðaliðum í bænum Shcastia sem er nærri víglínunni þar í landi. 

AP fréttaveitan segir frá því að úkraínskur þingmaður hafi birt myndband á Facebook sem sýndi yfirheyrslu manns sem lá í rúmi á sjúkrahúsi. Hann sagðist heita Alexander Alexandrov og að hann væri meðlimur í sérsveitum Rússlands. Hann sagði einnig að með honum væru 13 aðrir Rússar.

Rússar hafa alltaf neitað því að þeir styddu aðskilnaðarsinna í Úkraínu með vopnum og mannafla. Hins vegar hafa þeir viðurkennt að rússneskir menn væru að berjast með aðskilnaðarsinnum.

Á vef BBC segir að minnst sex þúsund manns hafi látið lífið átökunum í Úkraínu frá því þau hófust í apríl í fyrra, mánuði eftir að Rússland innlimaði Krímskaga frá Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×