Erlent

42,9 gráður á Spáni og hitamet slegið

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Sevilla á Spáni.
Frá Sevilla á Spáni. Vísir/AFP
Mikil hitabylgja gengur nú yfir suðurhluta Evrópu og fór hitinn upp í 42,9 gráður nærri Valencia á Spáni í gær.

Hlýtt loft hefur borist frá eyðimörkinni Sahara í Afríku og hefur hitinn aldrei mælst hærri á Spáni eða annars staðar í Evrópu í maímánuði.

Spænska hitametið fyrir maímánuð var slegið fyrr í vikunni um nærri heila gráðu en það var áður 41,7 gráða í Andujar þann 17. maí 2006.

Hitametið í Evrópu var hins vegar einungis viku gamalt – 41,9 gráður – og náðist á Sikiley þann 6. maí síðastliðinn. Danska TV2 segir frá þessu.

Það var ekki einungis á Spáni þar sem hitamet voru slegin og þannig fór hitinn í 40,0 gráður í Portúgal á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×