Erlent

Friðarviðræður teknar upp að nýju á Kýpur

Atli Ísleifsson skrifar
Mustafa Akinci, leiðtogi tykneskra Kýpverja, og Nicos Anastasiades, forseti landsins.
Mustafa Akinci, leiðtogi tykneskra Kýpverja, og Nicos Anastasiades, forseti landsins. Vísir/AFP
Friðarviðræður hafa verið teknar upp að nýju á Kýpur eftir að leiðtogar gríska og tyrkneska hluta eyjarinnar hittust á fundi í dag.

Viðræðum var hætt fyrir hálfu ári síðan eftir að deilur komu upp um olíu- og gasleit undan strönd eyjarinnar.

Sameinuðu þjóðirnar hafa milligöngu um viðræðurnar. Nicos Anastasiades, forseti landsins, og Mustafa Akinci, leiðtogi trykneskra Kýpverja sem kjörinn var í síðasta mánuði, komu saman á hlutlausa svæðinu í höfuðborginni Nikósíu fyrr í dag.

Kýpurgrikkir stjórna vestari hluta eyjunnar og Kýpurtyrkir þeim eystri eftir að tyrkneski herinn gerði innrás árið 1974.Tyrkir viðurkenna ekki sjálfstæði gríska hluta eyjunnar og telja tyrkneska hlutann til Tyrklands. Önnur ríki líta hins vegar á tyrkneska hlutann sem hernumið svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×