Erlent

Lestin var á allt of miklum hraða

Samúel Karl Ólason skrifar
Lestin fór út af á um 165 kílómetra hraða.
Lestin fór út af á um 165 kílómetra hraða. Vísir/AP
Amtrak lestin sem fór út af sporunum í Bandaríkjunum í gær var á rúmlega 170 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Hámarkshraðinn í beygjunni þar sem lestin fór útaf er um 80 kílómetrar á klukkustund. Minnst sjö létu lífið og meira en 140 manns voru flutt á sjúkrahús.

Embættismenn segja að lestarstjórinn hafi sett bremsur á eingöngu rétt áður en lestin kom að beygjunni. Lestin fór útaf á um 165 kílómetra hraða. Þessar upplýsingar náðust úr „svarta kassa“ lestarinnar.

Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu er sjálfvirkt kerfi sem stýrir hraða lesta á þessari leið, en ekki var búið að setja það upp á því svæði sem lestin fór útaf. Talsmaður rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bandaríkjunum segir að ef hefði kerfið verið virkt hefði ekki orðið slys.

Lestin var á leið frá Washington til New York en alls urðu um 200 manns fyrir einhvers konar meiðslum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×