Erlent

Herinn tekur völdin í Búrúndí

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega tuttugu hafa látist í mótmælum í Búrúndí síðustu daga, en þau hafa beinst að forsetanum.
Rúmlega tuttugu hafa látist í mótmælum í Búrúndí síðustu daga, en þau hafa beinst að forsetanum. Vísir/AFP
Háttsettur hershöfðingi í Afríkuríkinu Búrúndí greindi frá því í útvarpsávarpi fyrir skemmstu að herinn hafi tekið völdin í landinu og forsetinn Pierre Nkurunziza verið settur af.

Hershöfðinginn sagði að viðræður um nýja bráðabirgðastjórn í landinu væru hafnar.

Ástandið í Búrúndí hefur verið mjög óstöðugt allt frá því að Nkurunziza greindi frá því að hann hugðist bjóða sig fram til forseta þriðja sinni, en slíkt brýtur í bága við stjórnarskrá landsins. Var boðað til kosninga þann 26. júní næstkomandi.

Hermenn eru nú á götum höfuðborgarinnar Bujumbura. Rúmlega tuttugu manns hafa látist í mótmælum síðustu daga, en þau hafa beinst að forsetanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×