Erlent

Fimm látnir í lestarslysi í Fíladelfíu

Atli Ísleifsson skrifar
Lestin fór út af sporinu í úthverfi Fíladelfíu, fljótlega eftir að hafa yfirgefið aðallestarstöð borgarinnar.
Lestin fór út af sporinu í úthverfi Fíladelfíu, fljótlega eftir að hafa yfirgefið aðallestarstöð borgarinnar. Vísir/AFP
Fimm eru látnir hið minnsta og um fimmtíu slasaðir, sumir alvarlega, eftir að farþegalest Amtrak fór út af sporinu í bandarísku stórborginni Fíladelfíu í nótt.

Um tíu vagnar lestarinnar fóru á hliðina og voru björgunarmenn að störfum langt fram eftir nóttu að reyna að finna fólk sem gæti verið fast í brakinu.

Rúmlega 240 manns voru í lestinni, sem var númer 188, þegar slysið varð en ekki er vitað enn hvað olli því að hún fór út af spori sínu.

Lestin fór út af sporinu í úthverfi Fíladelfíu, fljótlega eftir að hafa yfirgefið aðallestarstöð borgarinnar.

Uppfært 11.21: Læknar í Fíladelpíu hafa nú staðfest að sjötti maðurinn hafi látist vegna slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×