Erlent

Varnarmálaráðherra Norður-Kóreu tekinn af lífi

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un og Hyon Yong-chol fyrr á árinu.
Kim Jong-un og Hyon Yong-chol fyrr á árinu. Vísir/AFP
Hyon Yong-chol, varnarmálaráðherra Norður-Kóreu, hefur verið tekinn af lífi eftir ásakanir um óhollustu við Kim Jong-un, leiðtoga landsins.

Han Ki-beom, yfirmaður innan suður-kóresku leyniþjónustunnar, greindi frá þessu á fundi með suður-kóreskum þingmönnum fyrr í dag.

Mörg hundruð norður-kóreskir embættismenn eiga að hafa verið viðstaddir aftökuna sem átti sér stað þann 30. apríl síðastliðinn. Hyon var tekinn af lífi með aftökusveit.

Suður-kóreskir fjölmiðlar segja ástæðu aftökunnar hafa verið að ráðherrann sofnaði á hersýningu í landinu.

Norður-Kóreustjórn hefur hvorki staðfest né neitað fréttunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×