Erlent

Verk eftir Picasso sló sölumet á uppboði

Atli Ísleifsson skrifar
Picasso málaði verkið á árinum 1954 til 1955.
Picasso málaði verkið á árinum 1954 til 1955. Vísir/AFP
Konur Algeirsborgar, verk eftir spænska listmálarann Pablo Picasso, seldist á 160 milljónir Bandaríkjadala, eða rúmlega 21 milljarð króna, á uppboði í New York borg í gær.

Aldrei áður hefur verk selst á uppboði á svo háa upphæð. Uppboðið fór fram á Christie‘s í New York, en kaupandinn vildi ekki láta nafn síns getið.

Mynd eftir Bretann Francis Bacon átti fyrra sölumetið fyrir, eða 142,4 milljónir dala.

Picasso málaði verkið á árinum 1954 til 1955.

Höggmynd eftir Alberto Giacometti seldist einnig á metverði, eða 141 milljónir Bandaríkjadala.


Tengdar fréttir

Keppnistreyja LeBron fór á 6,2 milljónir

Heimkoma LeBron James til Cleveland í haust var mikill fjölmiðlamatur í Bandaríkjunum og keppnistreyjan sem kappinn klæddist í fyrsta deildarleiknum með Cavaliers kostaði skildinginn.

Keyptu aftur fornar grímur

Bandarískir frumbyggjar af Navajo-ættbálknum endurheimtu í gær helga gripi forfeðra sinna á uppboði í París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×