Erlent

Um 30 þúsund nýfædd sýrlensk börn án ríkisfangs

Atli Ísleifsson skrifar
Stór hluti sýrlenskra flóttamanna hafast við í flóttamannabúðum, meðal annars í nágrannaríkinu Líbanon.
Stór hluti sýrlenskra flóttamanna hafast við í flóttamannabúðum, meðal annars í nágrannaríkinu Líbanon. Vísir/AFP
Talsmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir að 51 þúsund börn sýrlensks fólks hafi komið í heiminn í Líbanon frá því í lok marsmánaðar. 36 þúsund þeirra eru án ríkisfangs.

Allt frá upphafi borgarastyrjaldarinnar árið 2011 hafa um níu milljónir Sýrlendinga lagst á flótta frá heimalandi sínu. Stór hluti þeirra hafast við í flóttamannabúðum, meðal annars í nágrannaríkinu Líbanon.

Í frétt Al Jazeera er haft eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að erfiðara getur reynst fyrir börn án ríkisfangs að fá aðgang að menntun og heilsugæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×