Erlent

Farage dregur afsögn sína til baka

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórar milljónir breskra kjósenda greiddu UKIP atkvæði sitt sem skilaði sér þó einungis í einu þingsæti vegna kosningakerfisins í Bretlandi.
Fjórar milljónir breskra kjósenda greiddu UKIP atkvæði sitt sem skilaði sér þó einungis í einu þingsæti vegna kosningakerfisins í Bretlandi. Vísir/AFP
Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hefur dregið afsögn sína til baka. Farage segir segir miðstjórn UKIP einróma hafa farið fram á að hann starfaði áfram sem formaður flokksins.

Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Guardian.

Farage tilkynnti á föstudaginn að hann hugðist segja af sér sem leiðtogi flokksins. Farage náði ekki kjöri á breska þingið í þingkosningunum á fimmtudaginn og hafði áður heitið því að láta af formannsembætti ef svo færi.

Fjórar milljónir breskra kjósenda greiddu UKIP atkvæði sitt sem skilaði sér þó einungis í einu þingsæti vegna kosningakerfisins í Bretlandi.


Tengdar fréttir

Leiðtogi UKIP náði ekki kjöri

Breski Sjálfstæðisflokkurinn fékk 12 prósent atkvæða en aðeins einn þingmann. Eru næst stærstir í 90 kjördæmum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×