Erlent

ESB biður um aðstoð SÞ varðandi flóttamannavandann

Atli Ísleifsson skrifar
Óttast er að rúmlega 1.800 manns hafi drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er ári.
Óttast er að rúmlega 1.800 manns hafi drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er ári. Vísir/AFP
Federica Mogherini, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, hefur beðið Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð til að leysa upp þau glæpasamtök sem skipuleggja smygl á fólki til Evrópu.

„Við þurfum að treysta á ykkar aðstoð til að bjarga lífum,“ sagði Mogherini á fundi sínum með fulltrúum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem hún ræddi fyrirhugaðar aðgerðir sambandsins til að takast á við flóttamannavandann í Miðjarðarhafi.

Í frétt BBC segir að líbísk stjórnvöld hafi mótmælt aðgerðaáætlun Evrópusambandsins.

Óttast er að rúmlega 1.800 manns hafi drukknað í Miðjarðarhafi það sem af er ári. Rúmlega 60 þúsund manns hafa reynt að komast til Evrópu frá norðurströnd Afríku það sem af er ári.

Flestir flóttamannanna eru á flótta undan stríði og fátækt og koma margir frá Sýrlandi, Erítreu, Nígeríu og Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×