Erlent

Kerry og Pútín hittast í Sochi

Atli Ísleifsson skrifar
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, og John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun eiga fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í borginni Sochi á morgun.

Kerry, Pútín og Lavrov munu meðal annars ræða ástandið í Íran, Sýrlandi og Úkraínu.

Þetta er fyrsta ferð Kerry til Rússlands eftir að Viktor Janúkóvitsj Úkraínuforseti var hrakinn frá völdum snemma árs 2014, en ástandið í Úkraínu hefur haft mjög slæm áhrif á samskipti Bandaríkjanna og Rússlands.

Að sögn talsmanns Bandaríkjastjórnar er heimsókn Kerry liður í því að koma áliti bandarískra stjórnvalda milliliðalaust á framfæri.

Síðar í vikunni mun Kerry svo tala þátt í Nato-fundi í tyrknesku borginni Antalya.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×