Erlent

Breskur ráðherra kom að dóti sínu í kassa þegar hann sneri aftur til vinnu

Atli Ísleifsson skrifar
Desmond Swayne.
Desmond Swayne. Mynd/Conservatives
Desmond Swayne, ráðherra þróunarmála í Bretlandi, komst að því að hann væri læstur úti og kom síðar að dóti sínu í kassa þegar hann sneri aftur til vinnu í dag eftir bresku þingkosningar sem fram fóru á fimmtudaginn.

Í Twitter-færslu segir Swayne að aðgangskort hans að ráðuneytisbyggingunni hafi ekki virkað og að skrifstofa hans hafi verið tæmd. „Endalokin?“ spyr Swayne í færslunni.

Swayne hefur ekkert heyrt frá Daveid Cameron forsætisráðherra um hvort hann muni áfram starfa sem ráðherra, en Cameron hefur verið að tilkynna um uppstokkun í ríkisstjórn sinni bæði í dag og síðasta föstudag.

Í frétt Independent er haft eftir talsmanni ráðuneytisins að enn sé beðið eftir tilkynningu um hver muni gegna ráðherraembætti þróunarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×