Erlent

Sprengjuhótun og skotárás í Ósló

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Nokkrum skotið var skotið inn í veitingastaðinn Mona Lisa í nótt. Mynd tengist frétt ekki beint.
Nokkrum skotið var skotið inn í veitingastaðinn Mona Lisa í nótt. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/AFP
Lokað var fyrir alla umferð um Stórtorg í Ósló í nótt vegna sprengjuhótunar. Maður á fertugsaldri hafði samband við lögreglu og fullyrti að sprengja væri í kyrrstæðum bíl við torgið en ítrekaði um leið að hann hefði ekki komið sprengjunni fyrir. 

Þegar sprengjusveit norsku lögreglunnar kom á vettvang sat maðurinn í bílnum. Miði var á rúðunni þar sem stóð að sprengja væri tengd við bílhurðina. Maðurinn var handtekinn og verður yfirheyrður í dag. Að sögn lögreglu hefur hann ekki komist í kast við lögin áður. 

Þá voru fjórir handteknir eftir að skotbardagi braust út milli tveggja gengja við Mona Lisa veitingastaðinn í Ósló í nótt. Nokkrum skotið var skotið inn í veitingastaðinn en samkvæmt norska ríkisútvarpinu særðist enginn alvarlega í hamaganginum þó nokkrir hlutu minniháttar meiðsl. 

Byssumennirnir voru allir góðkunningjar lögreglunnar. Verdens gang greinir frá því að slagsmál hafi brotist út milli tveggja hópa fyrir utan veitingastaðinn áður en skothríðin hófst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×