Erlent

Neyðarástand vegna olíubrákarinnar við Kaliforníu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Talið er að allt að 400 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið í sjóðinn.
Talið er að allt að 400 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið í sjóðinn. Vísir/AFP
Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefur lýst yfir neyðarástandi vegna olíubrákar við strendur ríkisins. Olían hóf að leka úr skemmdri olíuleiðslu á þriðjudag.

Talið er að allt að 400 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið úr leiðslunni í sjóðinn. Það er um fimm sinnum meira en upphaflega var talið að hafi lekið í sjóinn.

Stjórnendur fyrirtækisins sem á olíuleiðsluna segja að skemmdin hafi uppgötvast um klukkan 11 fyrir hádegi á þriðjudag og að búið hafi verið að loka fyrir rennsli í leiðslunni um 30 mínútum síðan. Sú olía sem var í leiðslunni þegar skrúfað var fyrir lak að öllum líkindum í sjóinn.

Hreinsun er hafin við strendur Kaliforníu en olíubrákin spannar um fjórtán kílómetra svæði.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×