Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra Bjarki Ármannsson skrifar 17. júní 2015 11:15 Um nokkur hundruð manns eru á Austurvelli. Vísir/Lillý Valgerður Á bilinu 2.500 til 3.000 manns voru samankomnir á Austurvelli í dag, margir til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt á undan hátíðardagskrá þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Mátti heyra köllinn greinilega í útsendingu RÚV frá Austurvelli. Sigmundur kallaði Ísland í ræðu sinni „fyrirmynd í samfélagi þjóðanna“ og sagði lífslíkur, atvinnuleysi og kynjajafnréttindi betur á veg komið hér en í öðrum löndum. Í heildarsamhenginu hljóti Íslendingar að geta verið sammála um að Ísland sé „líklega bara mjög gott land,“ þó það geti orðið enn betra. Þá vék ráðherra einnig talinu að hundrað ára afmæli kosningarrétts kvenna á Íslandi og íslenska þjóðfánans, sem hann sagði að Íslendingar ættu að temja sér að nota meira. Yfir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. Púað var á Sigmund, sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði. Þó heyrðist einnig lófatak þegar ræðunni lauk en áfram heyrist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum.Frá útgöngunni úr Dómkirkjunni.Vísir/Lillý ValgerðurRíkisstjórninni gefið rauða spjaldið eftir að hafa mætt á fótboltaleik í staðinn fyrir vinnuna #austurvöllur pic.twitter.com/zohLwW8Qk2— Sigurgeir Ingi (@SigurgeirIngi) June 17, 2015 Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
Á bilinu 2.500 til 3.000 manns voru samankomnir á Austurvelli í dag, margir til að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Mótmælin hófust klukkan ellefu, rétt á undan hátíðardagskrá þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp. Viðstaddir héldu á lofti rauðum mótmælaspjöldum og hrópuðu ítrekað „vanhæf ríkisstjórn“ þegar hátíðardagskrá hófst. Mátti heyra köllinn greinilega í útsendingu RÚV frá Austurvelli. Sigmundur kallaði Ísland í ræðu sinni „fyrirmynd í samfélagi þjóðanna“ og sagði lífslíkur, atvinnuleysi og kynjajafnréttindi betur á veg komið hér en í öðrum löndum. Í heildarsamhenginu hljóti Íslendingar að geta verið sammála um að Ísland sé „líklega bara mjög gott land,“ þó það geti orðið enn betra. Þá vék ráðherra einnig talinu að hundrað ára afmæli kosningarrétts kvenna á Íslandi og íslenska þjóðfánans, sem hann sagði að Íslendingar ættu að temja sér að nota meira. Yfir ræðunni allri heyrðist trommusláttur og hróp mótmælenda. Púað var á Sigmund, sérstaklega hátt þegar hann sagði að þjóðin ætti áfram að vinna að meira jafnrétti og meira lýðræði. Þó heyrðist einnig lófatak þegar ræðunni lauk en áfram heyrist duglega í mótmælendum yfir tónlistaratriðum.Frá útgöngunni úr Dómkirkjunni.Vísir/Lillý ValgerðurRíkisstjórninni gefið rauða spjaldið eftir að hafa mætt á fótboltaleik í staðinn fyrir vinnuna #austurvöllur pic.twitter.com/zohLwW8Qk2— Sigurgeir Ingi (@SigurgeirIngi) June 17, 2015
Tengdar fréttir „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Sjá meira
„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46
Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58