Innlent

Nafn mannsins sem lést

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn sem lét lífið í sjóslysinu á Vestfjörðum í gær hét Magnús Kristján Björnsson.
Maðurinn sem lét lífið í sjóslysinu á Vestfjörðum í gær hét Magnús Kristján Björnsson. Vísir
Maðurinn sem lét lífið í sjóslysinu á Vestfjörðum í gær hét Magnús Kristján Björnsson. Hann lét lífið þegar­ Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík. Þremur öðrum var bjargað af kili skipsinss um klukkustund eftir að hann hvarf af skjá sjálfvirku tilkynningarskyldunnar.

Magnús Kristján var 61 árs gamall og var búsettur á Bíldudal.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var áhöfn skipsins að draga inn veiðarfærin þegar bátnum hvolfdi. Klukkan var rúmlega sjö þegar báturinn hvarf af skjá sjálfvirku tilkynningarskyldunnar. Skömmu síðar sendi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út tilmæli til skipa og báta á svæðinu um að svipast um eftir bátnum.

Sjómenn á strandveiðibátnum Mardísi frá Súðavík voru fyrstir á vettvang. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Jóhann Sigfússon sem var um borð í Mardísi.

„Þá sjáum við þá fljótlega, þeir standa og veifa á kilinum. Þá keyrum við eins og við getum að þessum stað. Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður, þetta var erfið stund. Við keyrðum eins og leið lá til Bolungarvíkur og vildum að einhver tæki þá til að þeir kæmust fljótlega á sjúkrahús.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×