Fylgstu með í beinni: Niðurstaðan nei eftir að helmingur atkvæða hefur verið talinn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. júlí 2015 17:21 Grikkir hafa safnast saman á kaffihúsum og veitingastöðum til að fylgjast með niðurstöðunum. Vísir/EPA Eftir að helmingur atkvæða í Grikklandi hefur verið talin bendir allt til þess áfram að þjóðin komi til með að hafna tillögum kröfuhafa. Fylgstu með í beinni hér að neðan. Einnig er hægt að fylgjast með niðurstöðunum í beinni hér. Svo virðist sem Grikkir hafi flestir kosið gegn aðhaldsaðgerðum í skiptum fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Verði það niðurstaðan á þjóðin í hættu á því að verða vísað úr evrusamstarfinu. Þetta var einnig niðurstaða síðustu skoðanakannana. Kjörstöðum hefur verið lokað en fyrstu niðurstöður koma ekki fyrr en klukkan sex á íslenskum tíma. Sex af stærstu sjónvarpsstöðvum hafa spáð því að niðurstaðan verði „nei“. Þetta kemur fram á SKY news. Þjóðaratkvæðagreiðslan varðar tillögur kröfuhafa Grikklands en stjórnvöld höfðu hafnað þeim. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur látið hafa eftir sér að áætlun kröfuhafanna væri móðgandi og fæli í sér óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Hann hvatti þjóðina af þessum ástæðum því til að hafna tillögunum. Telur hann að Grikkir eigi ekki á hættu á að vera vísað úr evrusamstarfinu þrátt fyrir að niðurstaðan verði að hafna tillögunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum.Hér að neðan má sjá útgáfu Telegraph af kosningavökunni: Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Ný skýrsla AGS um efnahagshorfur í Grikklandi kom út í dag. 3. júlí 2015 00:03 Málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi vísað frá dómi Forsætisráðherrann biður kjósendur um að hafna kúguninni. 3. júlí 2015 16:44 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Eftir að helmingur atkvæða í Grikklandi hefur verið talin bendir allt til þess áfram að þjóðin komi til með að hafna tillögum kröfuhafa. Fylgstu með í beinni hér að neðan. Einnig er hægt að fylgjast með niðurstöðunum í beinni hér. Svo virðist sem Grikkir hafi flestir kosið gegn aðhaldsaðgerðum í skiptum fyrir frekari fjárhagsaðstoð. Verði það niðurstaðan á þjóðin í hættu á því að verða vísað úr evrusamstarfinu. Þetta var einnig niðurstaða síðustu skoðanakannana. Kjörstöðum hefur verið lokað en fyrstu niðurstöður koma ekki fyrr en klukkan sex á íslenskum tíma. Sex af stærstu sjónvarpsstöðvum hafa spáð því að niðurstaðan verði „nei“. Þetta kemur fram á SKY news. Þjóðaratkvæðagreiðslan varðar tillögur kröfuhafa Grikklands en stjórnvöld höfðu hafnað þeim. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hefur látið hafa eftir sér að áætlun kröfuhafanna væri móðgandi og fæli í sér óbærilegar aðhaldsaðgerðir. Hann hvatti þjóðina af þessum ástæðum því til að hafna tillögunum. Telur hann að Grikkir eigi ekki á hættu á að vera vísað úr evrusamstarfinu þrátt fyrir að niðurstaðan verði að hafna tillögunum. „Atkvæðagreiðslan á sunnudag hefur ekkert með veru okkar í evrusamstarfinu að gera,“ sagði Tsipras í ávarpi sínu. „Enginn getur dregið það í efa að við verðum þar áfram.“ Grikkir áttu að endurgreiða neyðarlán sitt frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um mánaðarmót en það tókst ekki eins og þekkt er. Með því varð það fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir á vanskilaskrá hjá sjóðnum.Hér að neðan má sjá útgáfu Telegraph af kosningavökunni:
Grikkland Tengdar fréttir Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31 Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Ný skýrsla AGS um efnahagshorfur í Grikklandi kom út í dag. 3. júlí 2015 00:03 Málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi vísað frá dómi Forsætisráðherrann biður kjósendur um að hafna kúguninni. 3. júlí 2015 16:44 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Grikkir ganga til atkvæða í dag Þjóðaratkvæðagreiðslan í dag og niðurstöður hennar er stærsta verkefni evrusamstarfsins til þessa. 5. júlí 2015 09:31
Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Ný skýrsla AGS um efnahagshorfur í Grikklandi kom út í dag. 3. júlí 2015 00:03
Málshöfðun vegna lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Grikklandi vísað frá dómi Forsætisráðherrann biður kjósendur um að hafna kúguninni. 3. júlí 2015 16:44