Erlent

Minnisvarði um fórnarlömbin í MH17 vígður

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Eitt ár er liðið frá því að farþegaþotu Malaysia airlines MH17 var grandað í Austur-Úkraínu.
Eitt ár er liðið frá því að farþegaþotu Malaysia airlines MH17 var grandað í Austur-Úkraínu. vísir/afp
Minnisvarði um Ástralina sem létust þegar farþegaþotunni MH17 var grandað í Austur-Úkraínu fyrir ári síðan var vígður í Canberra, höfuðborg Ástralíu í dag. Fest voru á minnisvarðann nöfn allra þeirra þrjátíu og níu Ástrala sem létust þegar vélin fórst.

Haldin var minningarathöfn um fórnarlömbin í kjölfarið en í dag er eitt ár liðið frá því að vélin var skotin niður. 298 týndu lífi í árásinni en hún var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur.

Greint var frá því í gær að í væntalegri skýrslu hollenskrar rannsóknarnefndar um flugvélina að flest bendi til þess að uppreisnarmenn hliðhollir Rússum hafi skotið vélina niður. Þá kemur fram í skýrslunni hvernig eldflaug var notuð og á hvaða braut hún var.


Tengdar fréttir

Rannsóknin beinist gegn aðskilnaðarsinnum

Alþjóðlegir rannsóknaraðilar kanna nú möguleikann á því að MH17 flugið hafi verið skotið niður af aðskilnaðarsinnum á flugi yfir átakasvæðinu í Úkraínu.

Fjarlægja brak MH17

Vinna er hafin við að fjarlægja flugvélarflak MH17 sem var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðnum.

Vissu um hættur þess að fljúga yfir svæðið

Þýskum stjórnvöldum var gert vart við hættur þess að fljúga yfir austurhluta Úkraínu í júlí í fyrra, áður en malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður. Þrátt fyrir það voru flugfélög ekki vöruð við yfirvofandi hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×