Stuðningsmenn Philadelphia Eagles leita allra leið til þess að halda leikstjórnandanum sínum í lagi í vetur.
Það vakti nokkra furðu þegar Philadelphia sleppti leikstjórnandum Nick Foles og tók i staðinn Sam Bradford. Bradford er afar hæfileikaríkur en er búinn að slíta allt í hnjánum á sér tvisvar.
Það er von á páfanum til Philadelphia í næsta mánuði og stuðningsmenn félagsins vilja að páfinn blessi hnén á Bradford svo hann nái nú að spila heilt tímabil. Þeir vilja að hann mæti á æfingu og nuddi yfir hnén á honum.
Þeir eru heldur ekkert að grínast og hafa opnað síðu þar sem hægt er að skora á páfann. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa rúmlega 5.000 manns skrifað undir skjalið.
Ekki er víst að páfinn sé mikill Bradford-maður því hinn mikli Guðsmaður, Tim Tebow, er á bekknum hjá Eagles. Vísir er á því að Páfinn vilji frekar að Tebow spili og láti því ekki sjá sig á æfingu hjá félaginu.
Sport