Erlent

Maðurinn sem stökk yfir girðingu við Hvíta húsið skotinn til bana við dómhús

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn hafði ráðist á lögreglumann með hnífi í anddyri dómhússins.
Maðurinn hafði ráðist á lögreglumann með hnífi í anddyri dómhússins. Vísir/Getty
Karlmaður sem stökk yfir girðingu við Hvíta húsið í Bandaríkjunum var skotinn til bana við dómhús í Pennsylvaníu-fylki í dag.

Maðurinn hét CurtisSmith og var þrjátíu og fjögurra ára gamall. Hann réðst á lögreglumann með hnífi í anddyri dómhússins í borginni WestChester.  Var Curtis skotinn til bana af nálægum lögreglumanni.

Ríkissaksóknari Pennsylvaníu-fylkis, Thomas Hogan, segir Smith hafa verið manninn sem stökk yfir girðingu við Hvíta húsið í mars síðastliðnum. Ekki er vitað hvers vegna Smith var í dómhúsinu í dag.

Lögreglumaðurinn sem varð fyrir árásinni hlaut áverka á handlegg og var fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er stöðug. Smith var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Sjá frétt á CNN hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×