Erlent

Norskur ráðherra gagnrýndur fyrir sjálfshólsmyndband

Atli Ísleifsson skrifar
Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs.
Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs.
Anders Anundsen, dómsmálaráðherra Noregs, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa látið ráðuneytið framleiða myndband þar sem hann hælir afrekum ríkisstjórnarinnar í dóms- og löggæslumálum.

Í fyrirspurn Verdens Gang til ráðuneytisins segir að um 50 þúsund norskar krónur, eða um 800 þúsund íslenskar, af skattfé norsks almennings hafi farið í framleiðslu á myndbandinu. Fjórir starfsmenn unnu að gerð þess.

Í myndbandinu er Anundsen sjálfur í hlutverki kynnis og segir hann að norskir fjölmiðlar dragi jafnan upp neikvæða mynd af störfum lögregluyfirvalda og dómsvaldsins. Myndbandið sé því tilraun til að draga upp réttari mynd af stöðu mála.

Í frétt Verdens Gang segir að ráðherrann hafi verið mikið gagnrýndur fyrir myndbandið sem lýst er sem hreinum áróðri. Þá segja fjölmiðlar að myndbandið sé í raun óafvitandi hlægilegt.

Ráðgjafar Ernu Solberg forsætisráðherra segja í samtali við Verdens Gang að Anundsen hafi ekki upplýst ríkisstjórninni um myndbandið áður en það var sett í birtingu á heimasíðu ráðuneytisins.

Sjá má myndband ráðherrans að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×