Erlent

Fellibylurinn Goni heldur áfram yfir Asíu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Nú þegar eru fimmtán látnir af völdum fellibylsins en þeir létust í aurskriðu sem fór af stað í bylnum.
Nú þegar eru fimmtán látnir af völdum fellibylsins en þeir létust í aurskriðu sem fór af stað í bylnum. vísir/EPA
Fellibylurinn Goni heldur yfirreið sinni yfir Asíu áfram í dag eftir að hafa komið upp að ströndum Japans.

Nú þegar hafa fimmtán látist vegna fellibylsins á norðurhluta Filippseyja en aurskriða rann af stað í vindinum. Fjöldi er slasaður í Japan.

Goni stefnir nú á Suður-Kóreu en vindhraði bylsins nær upp í 175 kílómetra hraða á klukkustund. Fellibylurinn hefur nú þegar stöðvað 140 flugferðir í Shanghai og Hong Kong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×