Erlent

Elísabet Bretadrottning slær met langa-langaömmu sinnar í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Klukkan hálf sex síðdegis í dag verður Elísabet orðin sá breski þjóðhöfðingi sem lengst hefur setið á stóli.
Klukkan hálf sex síðdegis í dag verður Elísabet orðin sá breski þjóðhöfðingi sem lengst hefur setið á stóli. Vísir/EPA
Elísabet II Bretadrottning verður síðar í dag sá  þjóðhöfðingi  Breta sem lengst hefur setið á valdastóli. Hún slær met langa-langa-ömmu sinnar, Viktoríu drottningu.

Þetta gerist klukkan hálf sex síðdegis en þá verður hún búin að sitja á drottningarstóli í 63 ár og sjö mánuði, eða 23,226 daga, sextán klukkustundir og um það bil 30 mínútur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×