Erlent

Eldur kviknaði í Boeing-vél British Airways

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þrettán manns voru fluttir á spítala með minniháttar meiðsl en flestir slösuðust við að koma sér úr vélinni.
Þrettán manns voru fluttir á spítala með minniháttar meiðsl en flestir slösuðust við að koma sér úr vélinni. Vísir/AFP
Eldur kom upp í Boeing 777-200 flugvél British Airways þegar hún var við það að taka á loft í Las Vegas á leið sinni til Lundúna í gærkvöldi.

Þrettán manns voru fluttir á spítala með minniháttar meiðsl en allir 172 einstaklingarnir um borð voru látnir yfirgefa vélina í samræmi við neyðaráætlun. Flestir þeirra sem fluttir voru á sjúkrahús slösuðust við að renna sér niður uppblásna neyðarrennibraut úr vélinni.

Samkvæmt bandarískum flugmálayfirvöldum kviknaði eldurinn í vinstri hreyfli vélarinnar og stóð svartur reykjarmökkur upp af vélinni þar til búið var að slökkva eldinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×