Erlent

Hefur viðurkennt aðild að sprengjuárásinni í Bangkok

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tuttugu manns létust í sprengingunni á Erawan hofið í Bangkok.
Tuttugu manns létust í sprengingunni á Erawan hofið í Bangkok. Vísir/AFP
Tælenska lögreglan segir einn af þeim sem handteknir hafa verið vegna sprengjuárásarinnar á Erawan hofið í Bangkok hafi viðurkennt aðild sína að málinu.

Maðurinn, sem er ekki tælenskur ríkisborgari, viðurkenndi að hafa flutt sprengjuna, sem komið hafði verið fyrir í bakpoka, úr íbúðinni þar sem hún var gerð og á lestarstöð þar sem maðurinn, sem talinn er hafa komið henni fyrir í hofinu, hafi tekið við sprengjunni.

Tuttugu manns létust í sprengingunni.

Maðurinn sem kom sprengjunni fyrir er enn ófundinn en tveir útlendingar eru í haldi lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×