Erlent

Fundu mannvirki úr steinum sem gæti reynst stærra en Stonehenge

Atli Ísleifsson skrifar
Forleifafræðingarnar segja mannvirkið samanstanda af níutíu risasteinum sem myndi boga sem snýr að ánni Avon.
Forleifafræðingarnar segja mannvirkið samanstanda af níutíu risasteinum sem myndi boga sem snýr að ánni Avon. Mynd/Ludwig Boltzmann Institute
Vísindamenn hafa fundið leifar af mannvirki úr risasteinum í suðvesturhluta Englands, um þrjá kílómetra frá Stonehenge. Fornleifamennirnir segja mögulegt að um sé að ræða mannvirki stærra en Stonehenge.

Í frétt Business Insider segir að leifarnar sem fundust grafnar undir grasi vöxnum bakka við Durrington Walls, samanstandi af níutíu risasteinum sem myndi boga sem snýr að ánni Avon.

Forleifafræðingarnar notuðust við sérstakan ratsjárbúnað og hafa fundið þrjátíu óskaddaða steina, um 4,5 metra háa, auk leifar sextíu steina til viðbótar.

Vince Gaffney frá Bradfordháskóla segir að um sé að ræða stærsta mannvirkið úr steini sem hafi nokkurn tímann fundist í Bretlandi, mögulega í Evrópu. „Þetta er fornleifafræði á sterum.“

Talið er að steinarnir hafi verið fluttir á staðinn fyrir um 4.500 árum.

Sjá má myndband frá Stofnun Ludwig Boltzmannum fundinn að neðan.

Mynd/Ludwig Boltzmann Institute



Fleiri fréttir

Sjá meira


×