Erlent

Salmonella á gúrkum frá Mexíkó hefur gert yfir hundrað veika

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Gúrkur frá Mexíkó hafa valdið salmonelluveiki.
Gúrkur frá Mexíkó hafa valdið salmonelluveiki. Vísir/EPA
Salmonella fannst á gúrkum sem ræktaðar voru í Mexíkó og fluttar til Bandaríkjanna. Salmonellan hefur orðið einni manneskju að bana og gert hundruð veika í Bandaríkjunum að sögn heilbrigðiseftirlitsins þar í landi.

Samkvæmt Sóttvarnareftirliti Bandaríkjanna hefur salmonelluveikin verið greind í 27 ríkjum en fyrsta tilfellið greindist í júlí.

Af þeim 285 sem hafa veikst er meira en helmingur börn undir 18 ára.

Dauðsfallið átti sér stað í Kaliforníu-ríki.

Arizona er meðal þeirra ríkja sem hafa komið verst út úr salmonellu-sýkingunni. Ríkið segist hafa staðfest 66 mál í sex sýslum í þessari viku. Heilbrigðiseftirlitið sannfærði íbúa að maturinn sem væri framleiddur í fylkinu væri ekki í hættu.

„Heilsueftirlit í fylkinu hafa verið að vinna eins mikið og þau geta með ríkisyfirvöldum til þess að staðfesta upptök veikinnar svo að við getum upplýst almenning,“ segir Dr. Cara Christ, stjórnandi Heilbrigðiseftirlits Arizona.

Salmonella veldur ógleði, niðurgangi og kviðarkrömpum ásamt öðru. Ungabörn, aldrað fólk og þeir sem eru með veikt ónæmiskerfi eru sérstaklega berskjölduð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×