Erlent

Samningurinn við Íran verður samþykktur

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Obama hefur tryggt sér nægan stuðning til að geta snúið við ákvörðun þingsins verði samkomulaginu við Íran hafnað.
Obama hefur tryggt sér nægan stuðning til að geta snúið við ákvörðun þingsins verði samkomulaginu við Íran hafnað. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tryggt nógu mikinn stuðning til að öruggt sé að samkomulag við Íran um kjarnorkuáætlun landsins verði samþykkt þar í landi.

34 öldungardeildarþingmenn styðja samninginn en það þýðir að Obama hefur nægan stuðning til að geta beitt neitunarvaldi gagnvart þinginu, hafni það samkomulaginu.

Samningurinn við Íran gerir ráð fyrir að landið láti af kjarnorkuáætlun sinni í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×