Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. september 2015 07:00 Nemendur að hefja samræmd próf í Hlíðaskóla. Á skólaárinu verður viðamikil breyting á mælingu á frammistöðu þeirra. vísir/gva Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnipróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Þetta staðfestir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Þá verða lokaeinkunnir í grunnskólum gefnar í bókstöfum næsta vor og Menntamálastofnun er þessa dagana að þróa rafrænt prófskírteini fyrir lok grunnskóla fyrir tíu greinasvið þeirra. Þar verður stigagjöf tengd bókstafaeinkunnum þannig að hægt er að draga saman einkunnir á tölulegu formi. Þessi rafrænu prófskírteini eiga að veita fyllri upplýsingar um námsstöðu nemenda. Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Þau verða hins vegar áfram haldin. Menntamálastofnun mun skoða samhengi skólaeinkunna og samræmduprófseinkunna bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor og kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar„Vegna þeirra breytinga sem eru að verða á námsmati með aukinni áherslu á hæfni frekar en bóklega þekkingu og upptöku einkunna í bókstöfum hefur Menntamálastofnun verið falið að skoða leiðir til að nemendur njóti jafnræðis þegar þeir sækja um í framhaldsskólum og að skólar fái viðeigandi stuðning varðandi einkunnagjöf og meðferð einkunna,“ segir Arnór. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfniprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnipróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfniprófi.“ Arnór viðurkennir að breytingarnar séu umfangsmiklar og nú standa yfir viðræður við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla. „Allt á þetta að stuðla að því að framhaldsskólar fái fyllri upplýsingar vegna innritunar og auðvelda þeim og grunnskólum að takast á við breytingar vegna nýrra bókastafaeinkunna.“ Tengdar fréttir Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00 Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnipróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Þetta staðfestir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Þá verða lokaeinkunnir í grunnskólum gefnar í bókstöfum næsta vor og Menntamálastofnun er þessa dagana að þróa rafrænt prófskírteini fyrir lok grunnskóla fyrir tíu greinasvið þeirra. Þar verður stigagjöf tengd bókstafaeinkunnum þannig að hægt er að draga saman einkunnir á tölulegu formi. Þessi rafrænu prófskírteini eiga að veita fyllri upplýsingar um námsstöðu nemenda. Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Þau verða hins vegar áfram haldin. Menntamálastofnun mun skoða samhengi skólaeinkunna og samræmduprófseinkunna bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor og kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar„Vegna þeirra breytinga sem eru að verða á námsmati með aukinni áherslu á hæfni frekar en bóklega þekkingu og upptöku einkunna í bókstöfum hefur Menntamálastofnun verið falið að skoða leiðir til að nemendur njóti jafnræðis þegar þeir sækja um í framhaldsskólum og að skólar fái viðeigandi stuðning varðandi einkunnagjöf og meðferð einkunna,“ segir Arnór. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfniprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnipróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfniprófi.“ Arnór viðurkennir að breytingarnar séu umfangsmiklar og nú standa yfir viðræður við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla. „Allt á þetta að stuðla að því að framhaldsskólar fái fyllri upplýsingar vegna innritunar og auðvelda þeim og grunnskólum að takast á við breytingar vegna nýrra bókastafaeinkunna.“
Tengdar fréttir Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00 Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00
Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45
Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48
Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15