Meirihluti þátttakenda vildi ekki nýjan Landspítala við Hringbraut Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 12:18 Landspítali Íslands við Hringbraut. Mynd/Vilhelm Meiri hluti þeirra sem tóku þátt í tveimur skoðanakönnunum sem MMR framkvæmdi fyrir samtökin Betri spítala vill ekki að nýi Landspítalinn verði byggður við gamla spítalann við Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum sem segja þátttakendur hafa nefnt marga mögulega staði fyrir nýjan spítala þegar það var spurt hvar hann ætti að vera. Auk Hringbrautar nefndu þátttakendur svo sem Vífilsstaði, Fossvog, voga Elliðaána og fleira. Þegar þátttakendur voru beðnir um að gera upp á milli tveggja efstu kostanna höfðu Vífilsstaðir í Garðabæ vinninginn með 59 prósent. Í könnuninni voru þátttakendur spurðir hvort þeir væru sáttir eða ósáttir við að nýr Landspítali yrði byggður við Hringbraut. Samtökin segja þá sem voru mjög eða frekar sátta með að nýi Landspítalinn rísi við Hringbraut hafa verið 35,5 prósent. 54,5 prósent voru ósáttir eða tóku ekki afstöðu. Þegar þátttakendur voru spurði hvar nýr Landspítali eigi að rísa völdu 31,2 prósent Hringbraut, 29,3 prósent Vífilsstaði, 21,6 prósent í Fossvogi, 6,7 prósent voga Elliðaánna og 4,5 prósent Keldnaland.69 prósent völdu Vífilsstaðaland Samtökin fólu MMR að bæta við viðbótarspurningu í næsta spurningarvagni þar sem þátttakendur voru spurði hvort þeir myndu frekar velja Hringbraut í Reykjavík eða Vífilsstaðaland í Garðabæ ef einungis þessir tveir kostir væru í boði. 41 prósent völdu Hringbraut í Reykjavík og 59 prósent völdu Vífilsstaðaland í Garðabæ. Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri samtakanna Betri spítali, segir í fréttatilkynningunni að samtökin telji að byggja eigi nýjan og flottan hátæknispítala frá grunni á betri stað.Úrelt vegna þenslu „Með því er átt við stað sem liggur betur við samgöngum en Hringbrautin, er meira miðsvæðis, býður upp á meiri þróunarmöguleika til framtíðar litið og svo framvegis. Fyrsta skrefið er að gera nýtt faglegt staðarval fyrir nýja Landspítalann. Þau staðarvöl sem gerð hafa verið eru orðin úrelt vegna þenslu í miðbænum auk þess sem þau hafa ekki horft nægilega opið á málið. Þó stefnubreyting krefjist nýs undirbúnings er ljóst að byggingaframkvæmdir munu ganga mun hraðar fyrir sig, bjóða má verkið út í heilu lagi og fjármögnun verður tryggð fyrir fram. Stefnubreyting mun því ekki því tefja tilkomu nýs Landspítala. Þegar á allt er litið getum við fengið betri spítala á betri stað fyrr og fyrir minna fé,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Meiri hluti þeirra sem tóku þátt í tveimur skoðanakönnunum sem MMR framkvæmdi fyrir samtökin Betri spítala vill ekki að nýi Landspítalinn verði byggður við gamla spítalann við Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum sem segja þátttakendur hafa nefnt marga mögulega staði fyrir nýjan spítala þegar það var spurt hvar hann ætti að vera. Auk Hringbrautar nefndu þátttakendur svo sem Vífilsstaði, Fossvog, voga Elliðaána og fleira. Þegar þátttakendur voru beðnir um að gera upp á milli tveggja efstu kostanna höfðu Vífilsstaðir í Garðabæ vinninginn með 59 prósent. Í könnuninni voru þátttakendur spurðir hvort þeir væru sáttir eða ósáttir við að nýr Landspítali yrði byggður við Hringbraut. Samtökin segja þá sem voru mjög eða frekar sátta með að nýi Landspítalinn rísi við Hringbraut hafa verið 35,5 prósent. 54,5 prósent voru ósáttir eða tóku ekki afstöðu. Þegar þátttakendur voru spurði hvar nýr Landspítali eigi að rísa völdu 31,2 prósent Hringbraut, 29,3 prósent Vífilsstaði, 21,6 prósent í Fossvogi, 6,7 prósent voga Elliðaánna og 4,5 prósent Keldnaland.69 prósent völdu Vífilsstaðaland Samtökin fólu MMR að bæta við viðbótarspurningu í næsta spurningarvagni þar sem þátttakendur voru spurði hvort þeir myndu frekar velja Hringbraut í Reykjavík eða Vífilsstaðaland í Garðabæ ef einungis þessir tveir kostir væru í boði. 41 prósent völdu Hringbraut í Reykjavík og 59 prósent völdu Vífilsstaðaland í Garðabæ. Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri samtakanna Betri spítali, segir í fréttatilkynningunni að samtökin telji að byggja eigi nýjan og flottan hátæknispítala frá grunni á betri stað.Úrelt vegna þenslu „Með því er átt við stað sem liggur betur við samgöngum en Hringbrautin, er meira miðsvæðis, býður upp á meiri þróunarmöguleika til framtíðar litið og svo framvegis. Fyrsta skrefið er að gera nýtt faglegt staðarval fyrir nýja Landspítalann. Þau staðarvöl sem gerð hafa verið eru orðin úrelt vegna þenslu í miðbænum auk þess sem þau hafa ekki horft nægilega opið á málið. Þó stefnubreyting krefjist nýs undirbúnings er ljóst að byggingaframkvæmdir munu ganga mun hraðar fyrir sig, bjóða má verkið út í heilu lagi og fjármögnun verður tryggð fyrir fram. Stefnubreyting mun því ekki því tefja tilkomu nýs Landspítala. Þegar á allt er litið getum við fengið betri spítala á betri stað fyrr og fyrir minna fé,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira