Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Kolbeinn Tumi Daðason og Tómas Þór Þórðarson skrifa 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi Pálsson fagnar einu af fjölmörgum eftirminnilegum augnablikum á EM í Berlín þar sem hann fór á kostum. Vísir/Valli Allt stefnir í að landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson semji við lið Njarðvíkur í Domino’s-deild karla í körfubolta. Framherjinn samdi til sex vikna við þýska 1. deildar liðið Mitteldeutscher BC þann 29. september. Ekki er útlit fyrir að vera hans hjá félaginu verði lengri. Haukur Helgi átti einnig í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en samkvæmt heimildum Vísis kom ekkert út úr þeim. Allar leiðir liggja til Njarðvíkur. Það eina sem stendur í vegi fyrir að tilkynnt verði um skiptin eru viðræður við erlent félag. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, staðfesti í samtali við Vísi að félagið hefði verið í viðræðum við kappann undanfarið en ekki væri búið að ganga frá neinu. Hann taldi að málin myndu skýrast á næstu dögum.Nauðsynlegur styrkur fyrir Njarðvík Haukur Helgi fór á kostum með íslenska landsliðinu í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta í Berlín í september. Hann var næststigahæsti leikmaður Íslands með 12,8 stig að meðaltali í leik og var hann með 56 prósenta nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Aðeins fimm leikmenn voru með betri nýtingu í riðlakeppninni. Ljóst er að Haukur Helgi yrði gríðarlegur styrkur fyrir Njarðvíkinga sem hófu tímabilið í baklás þegar ljóst var að Stefan Bonneau væri með slitna hásin og yrði ekki með liðinu í vetur. Bonneau fór á kostum með Njarðvíkingum í fyrra þegar liðið féll út í undanúrslitum Domino’s-deildarinnar eftir háspennu-lífshættu einvígi gegn KR. Haukur Helgi hafði verið í viðræðum við nokkur íslensk félög áður en tilboð MBC kom óvænt upp á borðið. Njarðvík hefur unnið tvo leiki af þremur í upphafi tímabils. Ekki náðist í Hauk Helga við vinnslu fréttarinnar. Dominos-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Allt stefnir í að landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson semji við lið Njarðvíkur í Domino’s-deild karla í körfubolta. Framherjinn samdi til sex vikna við þýska 1. deildar liðið Mitteldeutscher BC þann 29. september. Ekki er útlit fyrir að vera hans hjá félaginu verði lengri. Haukur Helgi átti einnig í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en samkvæmt heimildum Vísis kom ekkert út úr þeim. Allar leiðir liggja til Njarðvíkur. Það eina sem stendur í vegi fyrir að tilkynnt verði um skiptin eru viðræður við erlent félag. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, staðfesti í samtali við Vísi að félagið hefði verið í viðræðum við kappann undanfarið en ekki væri búið að ganga frá neinu. Hann taldi að málin myndu skýrast á næstu dögum.Nauðsynlegur styrkur fyrir Njarðvík Haukur Helgi fór á kostum með íslenska landsliðinu í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta í Berlín í september. Hann var næststigahæsti leikmaður Íslands með 12,8 stig að meðaltali í leik og var hann með 56 prósenta nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna. Aðeins fimm leikmenn voru með betri nýtingu í riðlakeppninni. Ljóst er að Haukur Helgi yrði gríðarlegur styrkur fyrir Njarðvíkinga sem hófu tímabilið í baklás þegar ljóst var að Stefan Bonneau væri með slitna hásin og yrði ekki með liðinu í vetur. Bonneau fór á kostum með Njarðvíkingum í fyrra þegar liðið féll út í undanúrslitum Domino’s-deildarinnar eftir háspennu-lífshættu einvígi gegn KR. Haukur Helgi hafði verið í viðræðum við nokkur íslensk félög áður en tilboð MBC kom óvænt upp á borðið. Njarðvík hefur unnið tvo leiki af þremur í upphafi tímabils. Ekki náðist í Hauk Helga við vinnslu fréttarinnar.
Dominos-deild karla Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum