Erlent

Biden býður sig ekki fram

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ákvörðun Bidens þykir hafa slegið á óvissu meðal demókrata.
Ákvörðun Bidens þykir hafa slegið á óvissu meðal demókrata. vísir/epa
„Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna.

Tilkynning Bidens hefur slegið á óvissu innan Demókrataflokksins um hver frambjóðandi þeirra verði og aukið líkur Hillary Clinton á að tryggja sér tilnefningu. Þrátt fyrir að hafa aldrei tilkynnt um framboð mældist Biden í mörgum könnunum með um 18 prósenta fylgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×