Alþjóðlegur svikari í gæsluvarðhaldi: Grunaður um ítrekuð fjársvik og dreifingu barnakláms Bjarki Ármannsson skrifar 2. nóvember 2015 17:23 Hér sést Scobie í öryggismyndavél verslunarinnar iSímans þar sem hann reyndi að sækja vörur fyrir rúma hálfa milljón. Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir breska ríkisborgaranum Reece Scobie, sem handtekinn var við komu til landsins þann 16. júní síðastliðinn með umtalsvert magn barnakláms á tölvubúnaði sem hann hafði meðferðis. Samkvæmt því sem kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Scobie er hann undir rökstuddum grun um að hafa haft til dreifingar þúsundir mynda og myndbanda sem sýni börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur einnig til rannsóknar ætluð fjársvik Scobie í farmiðakaupum en hann var upphaflega handtekinn eftir að lögreglu barst ábending um að Scobie væri á leið til Íslands og að farmiði hans hefði verið greiddur með illa fengnu greiðslukortanúmeri. Scobie er einnig grunaður um fjölda fjársvika með fölsuðum greiðslukortum frá því í ágúst, þegar hann var í farbanni en hafði verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi.Frá handtöku Scobie í verslun iSímans í ágúst.Mynd/Tómas KristjánssonHandtekinn tvisvar eftir að gæsluvarðhaldi var afléttFréttablaðið greindi frá þeim brotum á sínum tíma, en Scobie var meðal annars handtekinn í verslun iSímans í Skipholti í Reykjavík þann 6. ágúst þar sem hann reyndi að sækja vörur sem hann hafði pantað á netinu fyrir alls 516 þúsund krónur. Eigandi iSímans hafði þá haft samband við lögreglu vegna gruns um að eitthvað væri athugavert við pantanirnar. Scobie var aftur handtekinn tæpri viku síðar á hóteli í Reykjavík þar sem hann á að hafa reynt að sækja muni sem pantaðir höfðu verið á annað nafn. Scobie hafði bókað gistingu á hótelinu undir því nafni. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að það liggi fyrir að Scobie hafi fengið sendan aðgangskóða að gistiheimili nokkru eftir að hafa bókað þar gistingu án heimildar. Við handtöku hans í ágúst hafi hann svo verið með fartölvu og myndavél í fórum sínum sem hafði verið stolið af umræddu gistiheimili.Afbrot Scobie árið 2013 vöktu athygli í breskum fjölmiðlum.„Catch me if you can-glæpamaðurinn“ Scobie er fæddur árið 1993 og hefur áður komið við sögu lögreglu fyrir efnahagsbrot í Bretlandi. Hann fékk árið 2013 16 mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund, eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna, af ferðaþjónustuaðilum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpamanninn“ í breskum miðlum og honum líkt við þekkta svikahrappinn Frank Abagnale Jr.,sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can. Fyrir dóminum liggur skýrsla erlends geðlæknis þar sem fram kemur að Scobie sé með Asberger-heilkenni, athyglisbrest og ofvirkni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september segir að skýrslan bendi ekki til ósakhæfis hans. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í lok október segir að Scobie sé að mati lögreglu vanaafbrotamaður sem hafi sýnt það í verki að hann muni halda brotum sínum áfram, verði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi áfram. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 5. nóvember. Tengdar fréttir Hljóp frá hótelreikningum í Reykjavík með mikið magn barnakláms í fórum sínum Erlendur ríkisborgari hefur verið úrskurðaður í einangrun fyrir margvísleg fjársvikamál sem og dreifingu á myndefni af ungum drengjum í kynlífsathöfnum. 1. september 2015 17:42 Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00 Gæsluvarðhald staðfest yfir einhverfum manni vegna auðgunarbrota og vörslu á barnaklámi Maðurinn hefur sætt farbanni og brotið síendurtekið af sér. 15. september 2015 16:57 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir breska ríkisborgaranum Reece Scobie, sem handtekinn var við komu til landsins þann 16. júní síðastliðinn með umtalsvert magn barnakláms á tölvubúnaði sem hann hafði meðferðis. Samkvæmt því sem kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Scobie er hann undir rökstuddum grun um að hafa haft til dreifingar þúsundir mynda og myndbanda sem sýni börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt. Lögreglan á Suðurnesjum hefur einnig til rannsóknar ætluð fjársvik Scobie í farmiðakaupum en hann var upphaflega handtekinn eftir að lögreglu barst ábending um að Scobie væri á leið til Íslands og að farmiði hans hefði verið greiddur með illa fengnu greiðslukortanúmeri. Scobie er einnig grunaður um fjölda fjársvika með fölsuðum greiðslukortum frá því í ágúst, þegar hann var í farbanni en hafði verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi.Frá handtöku Scobie í verslun iSímans í ágúst.Mynd/Tómas KristjánssonHandtekinn tvisvar eftir að gæsluvarðhaldi var afléttFréttablaðið greindi frá þeim brotum á sínum tíma, en Scobie var meðal annars handtekinn í verslun iSímans í Skipholti í Reykjavík þann 6. ágúst þar sem hann reyndi að sækja vörur sem hann hafði pantað á netinu fyrir alls 516 þúsund krónur. Eigandi iSímans hafði þá haft samband við lögreglu vegna gruns um að eitthvað væri athugavert við pantanirnar. Scobie var aftur handtekinn tæpri viku síðar á hóteli í Reykjavík þar sem hann á að hafa reynt að sækja muni sem pantaðir höfðu verið á annað nafn. Scobie hafði bókað gistingu á hótelinu undir því nafni. Þá segir í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að það liggi fyrir að Scobie hafi fengið sendan aðgangskóða að gistiheimili nokkru eftir að hafa bókað þar gistingu án heimildar. Við handtöku hans í ágúst hafi hann svo verið með fartölvu og myndavél í fórum sínum sem hafði verið stolið af umræddu gistiheimili.Afbrot Scobie árið 2013 vöktu athygli í breskum fjölmiðlum.„Catch me if you can-glæpamaðurinn“ Scobie er fæddur árið 1993 og hefur áður komið við sögu lögreglu fyrir efnahagsbrot í Bretlandi. Hann fékk árið 2013 16 mánaða dóm í Bretlandi fyrir að svíkja út sjötíu þúsund pund, eða rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna, af ferðaþjónustuaðilum. Í frétt breska fjölmiðilsins The Telegraph um málið segir að í dómi sé Scobie lýst sem tæknisérfræðingi sem nýti sér tölvukunnáttu sína til að svíkja út fé. Þá er talað um Scobie sem „Catch me if you can-glæpamanninn“ í breskum miðlum og honum líkt við þekkta svikahrappinn Frank Abagnale Jr.,sem Leonardo DiCaprio lék í bíómyndinni Catch Me If You Can. Fyrir dóminum liggur skýrsla erlends geðlæknis þar sem fram kemur að Scobie sé með Asberger-heilkenni, athyglisbrest og ofvirkni. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september segir að skýrslan bendi ekki til ósakhæfis hans. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í lok október segir að Scobie sé að mati lögreglu vanaafbrotamaður sem hafi sýnt það í verki að hann muni halda brotum sínum áfram, verði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi áfram. Hann mun sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 5. nóvember.
Tengdar fréttir Hljóp frá hótelreikningum í Reykjavík með mikið magn barnakláms í fórum sínum Erlendur ríkisborgari hefur verið úrskurðaður í einangrun fyrir margvísleg fjársvikamál sem og dreifingu á myndefni af ungum drengjum í kynlífsathöfnum. 1. september 2015 17:42 Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00 Gæsluvarðhald staðfest yfir einhverfum manni vegna auðgunarbrota og vörslu á barnaklámi Maðurinn hefur sætt farbanni og brotið síendurtekið af sér. 15. september 2015 16:57 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hljóp frá hótelreikningum í Reykjavík með mikið magn barnakláms í fórum sínum Erlendur ríkisborgari hefur verið úrskurðaður í einangrun fyrir margvísleg fjársvikamál sem og dreifingu á myndefni af ungum drengjum í kynlífsathöfnum. 1. september 2015 17:42
Alþjóðlegi svikarinn í gæsluvarðhaldi Breti sem grunaður er um fjársvik hér á landi með kreditkortum hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald. Hefur áður komið við sögu lögreglu í Bretlandi. Var dæmdur þar fyrir að svíkja út 70 þúsund pund eða fjórtán milljónir. 22. ágúst 2015 07:00
Gæsluvarðhald staðfest yfir einhverfum manni vegna auðgunarbrota og vörslu á barnaklámi Maðurinn hefur sætt farbanni og brotið síendurtekið af sér. 15. september 2015 16:57