Innanríkisráðherra boðar aðgerðir til að herða netöryggi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 19:11 Innanríkisráðherra segir að ekki verði beðið lengi með að breyta verklagi í netvörnum stjórnvalda vegna árásar Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins. Þá er innanríkisráðuneytið með frumvarp í smíðum sem ætlað er að bæta almennt netöryggi í landinu. Árásin á vef stjórnarráðsins hófst í gærkvöldi og varð til þess að hann kiknaði undan álaginu og var niðri þar til um klukkan tíu í morgun. Ástæðan sem Anonymous gefur fyrir netárásinni eru hvalveiðar Íslendinga og samtökin hóta að ráðast á fleiri stofnanir og fyrirtæki sem tengjast þeim veiðum. Ólöf Nordal innaríkisráðherra segir þessa árás alvarlega. „Fyrst er þó rétt að taka fram að þetta var svo kölluð álagsárás. Það var ekki farið í neitt efni og það er gott að svo sé. En auðvitað tökum við þetta alvarlega,“ segir innanríkisráðherra. „Það er ástæða til að líta á netöryggismálin og það höfum við verið að gera með því að efla allt regluverk í kringum það sem er í gildi hér á landi. Við þurfum að halda áfram með það og takast á við þessi mál af alvarleika,“ segir Ólöf. Frá árinu 2013 hefur verið til svo kölluð netöryggissveit sem ætlað er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Hrafnkell Viðar Gíslasonvísir/vilhelm Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að netörygissveitin starfaði fyrist og fremst fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins og væri fjármögnuð af þeim. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir,“ sagði Hrafnkell Viðar. „Hann hefur verið að tala um þetta töluvert lengi og þeir sem gerst þekkja til í þessum málum; að það þurfi að setja aukna áherslu þarna á. Ég held að við þurfum að skoða það og ég að sjálfsögðu hlusta á það sem hann segir,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðuneytið hefur verið með frumvarp um netöryggismál til kynningar á vef ráðuneytisins. „En við erum líka að kanna það núna hvort við getum hreinlega nýtt núverandi regluverk og farið strax í að breyta ákveðnu verklagi og haldið þannig áfram. Þannig að við erum bara að taka afstöðu til þess núna hvaða leið er best að fara. En við bíðum ekki lengi með það,“ segir Ólöf Nordal. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Innanríkisráðherra segir að ekki verði beðið lengi með að breyta verklagi í netvörnum stjórnvalda vegna árásar Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins. Þá er innanríkisráðuneytið með frumvarp í smíðum sem ætlað er að bæta almennt netöryggi í landinu. Árásin á vef stjórnarráðsins hófst í gærkvöldi og varð til þess að hann kiknaði undan álaginu og var niðri þar til um klukkan tíu í morgun. Ástæðan sem Anonymous gefur fyrir netárásinni eru hvalveiðar Íslendinga og samtökin hóta að ráðast á fleiri stofnanir og fyrirtæki sem tengjast þeim veiðum. Ólöf Nordal innaríkisráðherra segir þessa árás alvarlega. „Fyrst er þó rétt að taka fram að þetta var svo kölluð álagsárás. Það var ekki farið í neitt efni og það er gott að svo sé. En auðvitað tökum við þetta alvarlega,“ segir innanríkisráðherra. „Það er ástæða til að líta á netöryggismálin og það höfum við verið að gera með því að efla allt regluverk í kringum það sem er í gildi hér á landi. Við þurfum að halda áfram með það og takast á við þessi mál af alvarleika,“ segir Ólöf. Frá árinu 2013 hefur verið til svo kölluð netöryggissveit sem ætlað er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Hrafnkell Viðar Gíslasonvísir/vilhelm Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að netörygissveitin starfaði fyrist og fremst fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins og væri fjármögnuð af þeim. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir,“ sagði Hrafnkell Viðar. „Hann hefur verið að tala um þetta töluvert lengi og þeir sem gerst þekkja til í þessum málum; að það þurfi að setja aukna áherslu þarna á. Ég held að við þurfum að skoða það og ég að sjálfsögðu hlusta á það sem hann segir,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðuneytið hefur verið með frumvarp um netöryggismál til kynningar á vef ráðuneytisins. „En við erum líka að kanna það núna hvort við getum hreinlega nýtt núverandi regluverk og farið strax í að breyta ákveðnu verklagi og haldið þannig áfram. Þannig að við erum bara að taka afstöðu til þess núna hvaða leið er best að fara. En við bíðum ekki lengi með það,“ segir Ólöf Nordal.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira