Innanríkisráðherra boðar aðgerðir til að herða netöryggi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 19:11 Innanríkisráðherra segir að ekki verði beðið lengi með að breyta verklagi í netvörnum stjórnvalda vegna árásar Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins. Þá er innanríkisráðuneytið með frumvarp í smíðum sem ætlað er að bæta almennt netöryggi í landinu. Árásin á vef stjórnarráðsins hófst í gærkvöldi og varð til þess að hann kiknaði undan álaginu og var niðri þar til um klukkan tíu í morgun. Ástæðan sem Anonymous gefur fyrir netárásinni eru hvalveiðar Íslendinga og samtökin hóta að ráðast á fleiri stofnanir og fyrirtæki sem tengjast þeim veiðum. Ólöf Nordal innaríkisráðherra segir þessa árás alvarlega. „Fyrst er þó rétt að taka fram að þetta var svo kölluð álagsárás. Það var ekki farið í neitt efni og það er gott að svo sé. En auðvitað tökum við þetta alvarlega,“ segir innanríkisráðherra. „Það er ástæða til að líta á netöryggismálin og það höfum við verið að gera með því að efla allt regluverk í kringum það sem er í gildi hér á landi. Við þurfum að halda áfram með það og takast á við þessi mál af alvarleika,“ segir Ólöf. Frá árinu 2013 hefur verið til svo kölluð netöryggissveit sem ætlað er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Hrafnkell Viðar Gíslasonvísir/vilhelm Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að netörygissveitin starfaði fyrist og fremst fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins og væri fjármögnuð af þeim. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir,“ sagði Hrafnkell Viðar. „Hann hefur verið að tala um þetta töluvert lengi og þeir sem gerst þekkja til í þessum málum; að það þurfi að setja aukna áherslu þarna á. Ég held að við þurfum að skoða það og ég að sjálfsögðu hlusta á það sem hann segir,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðuneytið hefur verið með frumvarp um netöryggismál til kynningar á vef ráðuneytisins. „En við erum líka að kanna það núna hvort við getum hreinlega nýtt núverandi regluverk og farið strax í að breyta ákveðnu verklagi og haldið þannig áfram. Þannig að við erum bara að taka afstöðu til þess núna hvaða leið er best að fara. En við bíðum ekki lengi með það,“ segir Ólöf Nordal. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Innanríkisráðherra segir að ekki verði beðið lengi með að breyta verklagi í netvörnum stjórnvalda vegna árásar Anonymous samtakanna á vef stjórnarráðsins. Þá er innanríkisráðuneytið með frumvarp í smíðum sem ætlað er að bæta almennt netöryggi í landinu. Árásin á vef stjórnarráðsins hófst í gærkvöldi og varð til þess að hann kiknaði undan álaginu og var niðri þar til um klukkan tíu í morgun. Ástæðan sem Anonymous gefur fyrir netárásinni eru hvalveiðar Íslendinga og samtökin hóta að ráðast á fleiri stofnanir og fyrirtæki sem tengjast þeim veiðum. Ólöf Nordal innaríkisráðherra segir þessa árás alvarlega. „Fyrst er þó rétt að taka fram að þetta var svo kölluð álagsárás. Það var ekki farið í neitt efni og það er gott að svo sé. En auðvitað tökum við þetta alvarlega,“ segir innanríkisráðherra. „Það er ástæða til að líta á netöryggismálin og það höfum við verið að gera með því að efla allt regluverk í kringum það sem er í gildi hér á landi. Við þurfum að halda áfram með það og takast á við þessi mál af alvarleika,“ segir Ólöf. Frá árinu 2013 hefur verið til svo kölluð netöryggissveit sem ætlað er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins. Hrafnkell Viðar Gíslasonvísir/vilhelm Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að netörygissveitin starfaði fyrist og fremst fyrir fjarskiptafyrirtæki landsins og væri fjármögnuð af þeim. „Almennt séð tel ég að það þurfi að útvíkka starfsemi netöryggissveitarinnar fyrir fleiri þjóðfélagslega ómissandi upplýsingainnviði. Í dag falla fjarskipti eingöngu þar undir,“ sagði Hrafnkell Viðar. „Hann hefur verið að tala um þetta töluvert lengi og þeir sem gerst þekkja til í þessum málum; að það þurfi að setja aukna áherslu þarna á. Ég held að við þurfum að skoða það og ég að sjálfsögðu hlusta á það sem hann segir,“ sagði Ólöf. Innanríkisráðuneytið hefur verið með frumvarp um netöryggismál til kynningar á vef ráðuneytisins. „En við erum líka að kanna það núna hvort við getum hreinlega nýtt núverandi regluverk og farið strax í að breyta ákveðnu verklagi og haldið þannig áfram. Þannig að við erum bara að taka afstöðu til þess núna hvaða leið er best að fara. En við bíðum ekki lengi með það,“ segir Ólöf Nordal.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent