Viðskipti innlent

Jólagjöfin í ár er nytjalist

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jólatréð í Kringlunni.
Jólatréð í Kringlunni.
Jólagjöfin í ár er þráðlausir hátalarar eða heyrnartól. Þetta er niðurstaða jólagjafarvalnefndarinnar. Í rökstuðningi segir að með þráðlausum hátölurum eða heyrnartólum sé hægt að njóta tónlistar, bókmennta eða kvikmynda í meiri gæðum en ella. Jólagjöfin í fyrra var nytjalist og þar áður lífstílsbók.

Rannsóknarsetur verslunarinnar segir að allt bendi til þess að verslun yfir jólamánuðina verði með góðu móti í ár. Heildarvelta í smásöluverslun nálgist óðum þær hæðir sem hún náði velmegunarárið 2007, þó enn sé hún um 11% minni að raunvirði.

Því er spáð að velta í smásöluverslun í nóvember og desember verði um 89 milljarðar króna eða rúmir 76 milljarðar króna án virðisaukaskatts og aukist þannig á breytilegu verðlagi um 7% milli ára. Þar af eru 15 milljarðar umfram meðaltal annarra mánaða ársins og má ætla að þeir séu vegna jólainnkaupa.

Þetta jafngildir því að verslun þessa tvo mánuði verði rúmum 45.000 krónum meiri á mann umfram meðaltal annarra mánaða ársins sem gera 180.000 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu.

Jólagjafarvalnefndina skipa Sævar Kristinsson, rekstrarráðgjafi hjá KPMG, Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar, Vala Höskuldsdóttir tónlistarkona, Harpa Theodórsdóttir hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinni og Gunnar Lárus hjálmarsson tónlistarmaður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×