Eins og í hryllingsmynd í Eyjum: „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 21:01 Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast í óveðrinu í febrúar 1991. Vísir/GVA Ragna Birgisdóttir, íbúi við Smáragötu ofarlega á Heimaey, segist eiga erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa veðrinu sem gangi yfir eyjuna. „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi.“Sjá einnig:Svipmyndir frá óveðrinu 1991 Búið er að rýma nokkur hús í nágrenninu en enn sem komið er hafa Ragna og fjölskylda ekki orðið fyrir tjóni. Þó er byrjað að leka og þau farin að finna til fötur. Fyrr í kvöld urðu þau vitni að því þegar björgunarsveitarmenn reyndu að fergja þakplötu sem hafði fokið af húsi í götunni. Stjörnutjúllað veður „Það er stjörnutjúllað veður hérna og eiginlega bara eins og í hryllingsmynd. Nú hefur ofankoma bæst í þetta og aðstæður eru mjög erfiðar,“ segir Ragna. Björgunarsveitarmenn og lögregla hefur reynt að athafna sig í veðrinu og eru að sögn Rögnu úti um allan bæ að reyna að aðstoða. „Það treystir sér enginn hingað uppeftir,“ segir Ragna. „Fleiri þök eru að fjúka og það er bara neyðarástand.“Hún segir fjölskyldu sína ekki á förum enda ekkert að fara. Til að komast í bílinn þurfi að fara út og inn í bílskúr. Ljóst er að bílskúrshurðin myndi fara ef reynt yrði að fara inn í bílskúrinn.„Hún færi bara fjandans til.“Djöfulgangurinn byrjar með suðvestanáttinniSmáragata er ofarlega í Vestmannaeyjum þar sem þakplata fauk af húsi sem stendur afar tæpt. „Húsið fær eiginlega allan strenginn á milli Eldfells og Helgarfells,“ segir Ragna sem finnur að vindáttin er að breytast. Nú sé að skella á suðvestan átt sem sé sú versta fyrir Eyjamenn. „Þá byrjar djöfulgangurinn.“ Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Ragna Birgisdóttir, íbúi við Smáragötu ofarlega á Heimaey, segist eiga erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa veðrinu sem gangi yfir eyjuna. „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi.“Sjá einnig:Svipmyndir frá óveðrinu 1991 Búið er að rýma nokkur hús í nágrenninu en enn sem komið er hafa Ragna og fjölskylda ekki orðið fyrir tjóni. Þó er byrjað að leka og þau farin að finna til fötur. Fyrr í kvöld urðu þau vitni að því þegar björgunarsveitarmenn reyndu að fergja þakplötu sem hafði fokið af húsi í götunni. Stjörnutjúllað veður „Það er stjörnutjúllað veður hérna og eiginlega bara eins og í hryllingsmynd. Nú hefur ofankoma bæst í þetta og aðstæður eru mjög erfiðar,“ segir Ragna. Björgunarsveitarmenn og lögregla hefur reynt að athafna sig í veðrinu og eru að sögn Rögnu úti um allan bæ að reyna að aðstoða. „Það treystir sér enginn hingað uppeftir,“ segir Ragna. „Fleiri þök eru að fjúka og það er bara neyðarástand.“Hún segir fjölskyldu sína ekki á förum enda ekkert að fara. Til að komast í bílinn þurfi að fara út og inn í bílskúr. Ljóst er að bílskúrshurðin myndi fara ef reynt yrði að fara inn í bílskúrinn.„Hún færi bara fjandans til.“Djöfulgangurinn byrjar með suðvestanáttinniSmáragata er ofarlega í Vestmannaeyjum þar sem þakplata fauk af húsi sem stendur afar tæpt. „Húsið fær eiginlega allan strenginn á milli Eldfells og Helgarfells,“ segir Ragna sem finnur að vindáttin er að breytast. Nú sé að skella á suðvestan átt sem sé sú versta fyrir Eyjamenn. „Þá byrjar djöfulgangurinn.“
Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25
Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34