Erlent

Hælisleitandi frá Írak bauð sænsku þjóðinni í veislu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Moder er 22 ára gamall.
Moder er 22 ára gamall. mynd/facebook
Moder Mothanna Madid, hælisleitandi frá Írak sem var ranglega sakaður um að skipuleggja hryðjuverk, bauð í gær allri sænsku þjóðinni til veislu. Fjölmargir mættu og þáðu arabískar veitingar sem Moder og aðrir hælisleitendur elduðu. Þá voru þeir sem ekki komust hvattir til að halda eigin veislur í hans nafni, sem þeir og gerðu.

Sænska öryggislögreglan, Sapo, lýsti eftir Moder eftir að yfirvöld í landinu hækkuðu viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu. Myndir af honum voru birtar í fjölmiðlum og var hann handtekinn á heimili sínu degi síðar. Moder var í haldi í þrjá daga en var sleppt eftir að sanna tókst sakleysi hans. Hann segist þó ekki erfa þetta við lögreglu og ákvað að nýta tækifærið og bjóða til allsherjar veislu, til að koma á betri tengslum milli hælisleitenda og innfæddra.

Moder bauð til viðburðarins á Facebook og virðast Svíar hafa tekið afar vel í þetta uppátæki og hafa birt myndir úr eigin veislum vítt og breitt um Svíþjóð.

Hello everyone 󾌵today the party in thisaddress Storgatan 51, 936 31 Bolidenat 7:00 pm well come everyone ❤️

Posted by Moder Mothanna on 3. desember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×