Erlent

Ráðuneyti fékk falska ávexti

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sænski forsætisráðherrann taldi sig vera að neyta vistvænna ávaxta.
Sænski forsætisráðherrann taldi sig vera að neyta vistvænna ávaxta. vísir/valli
Sænska stjórnarráðið greiddi fyrir vistvæna ávexti handa forsætisráðherranum og starfsmönnum hans. En ávaxtasalinn afhenti hvorki vistvæna ávexti né það magn sem greitt var fyrir. Hann blekkti einnig fjölda stórfyrirtækja og stofnana, þar á meðal sænsku matvælastofnunina.

Í kjölfar ábendingar rannsakaði matvælastofnunin málið og nú hefur ávaxtasalinn verið kærður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×