Erlent

Metfylgi skilaði hvergi sigri

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Marine le Pen ásamt frænku sinni, Marion Marechal le Pen, sem einnig er framákona í flokki þjóðernissinna.
Marine le Pen ásamt frænku sinni, Marion Marechal le Pen, sem einnig er framákona í flokki þjóðernissinna. vísir/epa
Marine le Pen, leiðtogi hægri þjóðernissinna í Frakklandi, segir mikil vonbrigði fyrir flokk sinn að hafa ekki náð meirihluta í einu einasta héraði Frakklands í sveitarstjórnarkosningum um helgina. Hún kennir lygaherferð andstæðinga um ósigurinn.

Í fyrri umferð kosninganna, fyrir viku, fékk Franska þjóðfylkingin flest atkvæði og gerði sér þar af leiðandi vonir um góðan árangur á sunnudag. Engu að síður varð flokkurinn sá þriðji fjölmennasti á landsvísu, með vel yfir 40 prósent atkvæða í sumum kjördæmum. Flokkurinn hefur aldrei fengið jafn mikið fylgi.

Fylgisaukningin er ekki síst rakin til vaxandi ótta við útlendinga í kjölfar hryðjuverkanna í París nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×