Segir nýtt einkunnakerfi grunnskólanna ranglátt Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. desember 2015 21:45 Nemandi í tíunda bekk telur nýtt einkunnakerfi, þar sem gefið er í bókstöfum í stað talna, vera ranglátt þar sem mikið misræmi sé í einkunnagjöf á milli skóla. Það muni líklega hafa áhrif á inntöku í framhaldsskóla næsta haust. Embla Dröfn Óðinsdóttir, sem er í tíunda bekk Réttarholtsskóla, skrifaði um helgina grein í Fréttablaðið sem hún lýsir yfir áhyggjum vegna nýja einkunnakerfisins sem tekið var upp í haust. „Ég var búin að kynna mér þetta einkunnakerfi rosalega vel og þetta var bara byrjað að pirra mig rosalega mikið, þessir litlu gallar sem höfðu samt svo mikil áhrif. Svo ég hafði samband við vinkonur mínar í öðrum skólum og fór inn á heimasíður grunnskólanna. Margir grunnskólar eru með námsmatið inni á heimasíðunni svo ég fór að skoða þetta. Þetta er rosalega mismunandi. Sumir eru með prósentukvarða, sumir með stig og sumir með tölur. Svo mér finnst bara virkilega ósanngjarnt hvað það er mikill munur á milli skóla. Þetta mun hafa mikil áhrif á hvernig krökkum mun ganga í lok ársins,“ segir Embla. Hún telur að kerfið geti orðið gott en að innleiðing þess hafi ekki verið nógu vönduð. „Ég er með mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég bara vorkenni menntaskólunum að þurfa að fara í gegnum þetta allt því að þeir vita ekkert hvernig einkunnirnar eru byggðar upp. Allir skólarnir eru með mismunandi einkunnir og það er í rauninni ekkert hægt að dæma krakkana alla eins. Þetta kerfi er alveg mjög flott en það er bara þessi samræming sem er ekki að ganga“ segir hún. En hvað myndi hún vilja sjá gert í málinu? „Ég held bara að það þurfi að vera eftirlit sem fylgist með þessu. Það þarf að kíkja á alla skólana, þó svo að það sé mjög tímafrekt þá bara þarf að gera það. Það þarf bara að passa að það séu allir skólarnir að skilja kerfið rétt, að það séu réttar leiðbeiningar og að skólarnir séu að fara eftir fyrirmælum,“ segir Embla. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Nemandi í tíunda bekk telur nýtt einkunnakerfi, þar sem gefið er í bókstöfum í stað talna, vera ranglátt þar sem mikið misræmi sé í einkunnagjöf á milli skóla. Það muni líklega hafa áhrif á inntöku í framhaldsskóla næsta haust. Embla Dröfn Óðinsdóttir, sem er í tíunda bekk Réttarholtsskóla, skrifaði um helgina grein í Fréttablaðið sem hún lýsir yfir áhyggjum vegna nýja einkunnakerfisins sem tekið var upp í haust. „Ég var búin að kynna mér þetta einkunnakerfi rosalega vel og þetta var bara byrjað að pirra mig rosalega mikið, þessir litlu gallar sem höfðu samt svo mikil áhrif. Svo ég hafði samband við vinkonur mínar í öðrum skólum og fór inn á heimasíður grunnskólanna. Margir grunnskólar eru með námsmatið inni á heimasíðunni svo ég fór að skoða þetta. Þetta er rosalega mismunandi. Sumir eru með prósentukvarða, sumir með stig og sumir með tölur. Svo mér finnst bara virkilega ósanngjarnt hvað það er mikill munur á milli skóla. Þetta mun hafa mikil áhrif á hvernig krökkum mun ganga í lok ársins,“ segir Embla. Hún telur að kerfið geti orðið gott en að innleiðing þess hafi ekki verið nógu vönduð. „Ég er með mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég bara vorkenni menntaskólunum að þurfa að fara í gegnum þetta allt því að þeir vita ekkert hvernig einkunnirnar eru byggðar upp. Allir skólarnir eru með mismunandi einkunnir og það er í rauninni ekkert hægt að dæma krakkana alla eins. Þetta kerfi er alveg mjög flott en það er bara þessi samræming sem er ekki að ganga“ segir hún. En hvað myndi hún vilja sjá gert í málinu? „Ég held bara að það þurfi að vera eftirlit sem fylgist með þessu. Það þarf að kíkja á alla skólana, þó svo að það sé mjög tímafrekt þá bara þarf að gera það. Það þarf bara að passa að það séu allir skólarnir að skilja kerfið rétt, að það séu réttar leiðbeiningar og að skólarnir séu að fara eftir fyrirmælum,“ segir Embla.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira