Erlent

Mikið mannfall eftir gassprengingu í Nígeríu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Svo virðist sem ökumaður bílsins hafi aftengt gasslöngur of snemma með fyrrgreindum afleiðingum. Nálæg hús skemmdust í sprengingunni og kviknaði mikill eldur á svæðinu.
Svo virðist sem ökumaður bílsins hafi aftengt gasslöngur of snemma með fyrrgreindum afleiðingum. Nálæg hús skemmdust í sprengingunni og kviknaði mikill eldur á svæðinu.
Að minnsta kosti eitt hundrað létu lífið og tugir slösuðust í mikilli gassprengingu í bænum Nnewi í suðausturhluta Nígeríu í morgun. Sprenging átti sér stað þegar verið var að setja gas á flutningabíl.

Svo virðist sem ökumaður bílsins hafi aftengt gasslöngur of snemma með fyrrgreindum afleiðingum. Nálæg hús skemmdust í sprengingunni og kviknaði mikill eldur á svæðinu.

Sveitir björgunarmanna eru enn að störfum á svæðinu en það tók slökkviliðsmenn um fimm klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins. BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×